Systkini og vímuefnavandi unglinga
- Bryndís Erna Thoroddsen
- Oct 29, 2015
- 1 min read
Börn sem eiga systkini í vímuefnavanda verða vitni að óeðlilegu samskiptamunstri í fjölskyldu eins og rifrildi á milli foreldra vegna neyslu systkinis eða ofbeldishegðunar systkina. Tilfinningalegt ójafnvægi myndast og gerir heimilislífið erfitt og flókið. Niðurstöður rannsókna benda til að systkini vímuefnasjúkra þjást af innri vanlíðan sem hefur áhrif á félagslega hæfni þeirra, sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Streitukennt andrúmsloft heimilis birtist í kvíða og andlegri vanlíðan systkina sem upplifa sorg, einmanaleika, reiði og skömm. Mikilvægt er að systkini unglings í vímuefnaneyslu fái faglega aðstoð, stuðning og skilning á aðstæðum sínum. Börn sem fá ekki aðstoð geta þróað áfram með sér vanlíðan inn í fullorðinsár sem getur haft alvarlegar afleiðingar á tilfinningalega og félagslega heilsu þeirra.

Comentários