Fyrirtæki og stofnanir
Að takast á við einstaklinga í erfiðum aðstæðum
Heiti námskeiðsins: Að takast á við einstaklinga í erfiðum aðstæðum; Jákvæð samskipti og samtalstækni.
Markmið námskeiðsins:
Markmiðið er að styrkja einstaklinga í starfi sínu og efla mannauð stofnana og fyrirtækja. Markmiðið er einnig að hlúa að mannauð vinnustaða: Að starfsmenn hafi þekkingu og sjálfstraust til þess að geta gripið inn í ákveðið ferli, áður enn það líður of langur tími fyrir fyrir starfsmanninn sem upplifir sig í erfiðum aðstæðum svo hann byrjar að einangrast frá öðrum samstarfsfólki. Einnig er markmiðið að styrkja bæði starfsfólk og stjórnendur í starfi sínu með þekkingu sem þessari og færa þeim verkfæri sem hægt er að nota þegar viðkomandi stendur frammi fyrir að vinna með samstarfsfólki eða viðskiptavinum/skjólstæðingum sem eru í erfiðum aðstæðum og stuðla að jákvæðari samskiptum. Einnig getur námsefnið nýst einstaklingum í einkalífi sem og leik því mikilvægt er að einstaklingar gæti að eigin heilsu, virði eigin mörk og auki þar með lífsgæði sín og njóti sín frekar í starfi.
Fjallað er um hvernig hægt er að vinna með óeðlilegt samskiptamunstur og meðvirkni sem skapast ef starfsmaður er í erfiðum aðstæðum sem og bæta starfsandann og samheldnina í starfsmannahópnum/vinnustaðnum.
Námsmarkmið:
Að nemendur
1. Þekki samhengi milli sjálfstrausts og jákvæðra samskipta
2. Geti sett sett samstarfsfólki og viðskiptavinum mörk til þess að komast hjá þeirri líðan að upplifa að vera komin í það erfiðar aðstæður aðerfitt er að komast út úr þeim án aðstoðar
3. Geta leitað aðstoðar vegna erfiðra aðstæðna ef þörf er á og til hvers ætti að leita
4. Þekki helstu birtingamyndir/einkenni vanlíðunar svo sem kvíða, depurðar og að upplifa að valda ekki verkefnum
5. Þekki uppbyggingu og tegundir samtala sem leiðir til jákvæðari samskipta og lausn mála
6. Þekki söfnun gagna og mikilvægi skráningar minnisatriða
7. Þekki hver á að íhlutast í erfið mál og verkferla varðandi íhlutun
8. Þekki hvað er meðvirkni?
9. Þekki helstu áhættuþætti þess að upplifa einkenni meðvirkni
10. Þekki leiðir til þess að setja erfið mál í farveg án þess að taka erfiðleika annarra inn á sig
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, umræður og klípusögur.
Fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja námskeið og símenntun félagsmanna sinna!
Fræðsla um fíknisjúkdóma, íhlutun og meðvirkni fyrir stjórnendur og millistjórnendur fyrirtækja og stofnanna.
Markmið námskeiðsins er að fræða stjórnendur og millistjórnendur fyrirtækja og stofnanna um fíknisjúkdóma og færa þeim grunnþekkingu á helstu einkennum vímuefnaneyslu.
Þeim mun betur sem stjórnendur eru upplýstir um vímuefnaneyslu og fíkn, eru þeir betur undir það búnir að íhlutast í málefni starfsmanns sé hann grunaður um neyslu.
Íhlutun er sú nálgun að unnið er með sjáanleg einkenni í hegðun, framkomu og frammistöðu einstaklingsins. Farið er í viðtalstækni til þess að fá einstaklinginn sem best til samvinnu.
Námsmarkmið:
Að námsmenn:
1. Þekki helstu einkenni fíknisjúkdóma.
2. Þekki uppbyggingu og tegundir samtala.
3. Þekki söfnun gagna og mikilvægi skráning minnisatriða.
4. Þekki hver á að íhlutast í erfið mál og verkferla varðandi íhlutun.
5. Þekki hugtakið meðvirkni.
Innihald námskeiðsins 4 klst. Fjallað er um eftirfarin atriði:
1. Hvað er áfengis- og vímuefnafíkn (áfengi, ólögleg vímuefni og lyf).
2. Almenn einkenni vímuefnasjúkdóma.
3. Sjáanleg hegðun vímuefnaneytanda á vinnustað sem hægt er að íhlutast í.
4. Meðvirkni, hvað er það?
5. Áhrif neyslu starfsmans á samstarfsmenn og umhverfi.
6. Hvenær á að íhlutast í mál starfsmannsins og hver á að gera það?
7. Samtalstækni.
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, verkefnavinna (klípusögur) og umræður.
Fjallað er um starfamannahandbók fyrirtækja og stofnanna og vinnureglur varðandi fíknisjúkdóma.
ATH. Fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja námskeið og símenntun félagsmanna sinna!
Vímuefnamál og meðvirkni starfsmanna