top of page

Mannauður

Jóna Margrét Ólafsdóttir MA, PhD (c)

Sérfræðingur

Ráðgjöf og fræðsla

Sími: 8 600 665
jona@lifandiradgjof.com

Jóna Margrét Ólafsdóttir, stýrir Lifandi Ráðgjöf. Hún er með MA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og stundar nú Phd. nám í félagsráðgjöf. Jóna Margrét hefur sérhæft síg í áfengis- og vímuefnamálum og meðal annars unnið tvær rannsóknir sem snúa annars vegar að konum og áfengissýki, óbirt BA ritgerð við HÍ og hins vegar áhrif áfengissýki á fjölskyldur, óbirt MA ritgerð við HÍ. Jóna Margrét hefur lengi starfað að áfengis- og vímuefnamálum og kennslu til dæmis hjá SÁÁ, Götusmiðjunni, Mímir-símenntun, Háskóla Íslands og nú síðustu ár hjá Lifandi Ráðgjöf. Aðrir fagaðilar sem koma með einum eða öðrum hætti að starfsemi Lifandi Ráðgjafar svo sem að ráðgjöf, fræðslu og gerð kennsluefnis eru félagsráðgjafar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, námsráðgjafar, lögreglan og kennarar.

Bryndís Erna Thoroddsen

Verkefnastjóri

Vefstjórn og fræðsla

Sími: 777 9419

bryndis@lifandiradgjof.com

Bryndís Erna Thoroddsen er með BA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og stundar nú rannsóknartengt MA nám í félagsráðgjöf við sama skóla. Rannsóknarsvið Bryndísar er systkini og vímuefnaneysla ungmenna þar sem markmið rannsóknar er að skoða tilfinningalega upplifun og reynslu einstaklinga á vímuefnaneyslu systkina. Bryndís skrifaði heimildaritgerð um áhrif vímuefnaneyslu unglinga á systkini í óbirtri BA ritgerð undir leiðbeiningu Jónu Margrétar Ólafsdóttur aðjúnkt við Háskóla Íslands. Bryndís hefur starfað síðastliðin ár á heimili fyrir karlmenn með langt leiddan vímuefnasjúkdóm, auk þess aðstoðað kennara við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands við yfirferð verkefna BA nemenda í félagsráðgjöf við námskeiðin: Fjölskyldur og fjölskyldustefna, Vinnulag í félagsráðgjöf, Félagsmálalöggjöf I: Framkvæmd og beiting, og Lífsskeiðakenningar og þroskaferli.

Styrkur

Vellíðan

Árangur

bottom of page