top of page

Lifandi Ráðgjöf ehf. býður upp á námskeið, fræðslu og ráðgjöf varðandi áfengis- og vímuefnamál fyrir einstaklinga, fjölskyldur, stofnanir og fyrirtæki.

• Einstaklings- og fjölskylduráðgjöf

Einstaklingar og/eða fjölskyldur  sem vilja koma í viðtal og ráðgjöf, vegna eigin neyslu eða annarra, geta haft samband í síma: 860 0665 eða sent tölvupóst á netfangið jona@lifandiradgjof.com og pantað viðtalstíma.

Verð:

1 viðtal  kr. 11.000

10 viðtöl kr. 99.000

ATH! Ýmis stéttarfélög greiða niður viðtalsmeðferð. Reglurnar eru mismunandi eftir stéttarfélögum. Sum stéttarfélög niðurgreiða, mismikið þó, 10-25 tíma á ári en önnur miða við styrk að ákveðinni upphæð.

• Fjölskylduráðgjöf hvernig fer hún fram?

Fjölskyldan kemur í viðtal þar sem farið er yfir þá stöðu sem komin er upp vegna neyslu einstaklings innan fjölskyldunnar. Skoðað er hvaða áhrif það hefur haft á aðra meðlimi fjölskyldunnar m.a. í samskiptum við hvert annað og aðra þætti í umhverfinu s.s. vinnu, nám og samskipti við annað fólk. 

Í viðtölum fer fram fræðsla, stuðningur og sjálfsefling. Leitað er lausna við að koma málum í farveg og fjölskyldan setur sér markmið sem stefnt er að.

Unnið er með alla fjölskylduna saman einnig þann vímuefnasjúka hvort sem viðkomandi hefur farið í meðferð og er edrú eða er enn í neyslu.

• Fjölskyldunámskeið

Boðið er upp á fjölskyldunámskeið sem inniheldur fræðslu um sjúkdóminn áfengis- og vímuefnasýki. Fjallað er um hvernig sjúkdómurinn varðar ekki einungis einstaklinginn sem er í neyslu heldur veikir allt fjölskyldukerfið. Á bak við hvern einstakling sem greinist með áfengis- og vímuefnafíkn eru oftast einn til fimm nánir aðstandendur sem þekkja til áhrifa vímuefna misnotkunar. Á námskeiðinu er sérstaklega fjallað um hvernig áhrif vímuefnaneysla einstaklings í fjölskyldu getur haft andleg, líkamleg og félagsleg áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi. Einnig er fjallað um hvernig auka má lífsgæði allra fjölskyldumeðlima í leik og starfi.

• Námskeið 12 klst.

Fjölskyldunámskeið sem inniheldur fræðslu um áfengis- og vímuefnasýki. Fjallað er um hvernig sjúkdómurinn veikir alla fjölskylduna andlega, líkamlega og félagslega. Fjöldi þátttakenda 8-12 einstaklingar.

Fyrirkomulag námskeiðsins:

Fyrirlestrar, fræðsla, sjálfsefling

Verkefnavinna

Hópfundir

Kennt er tvisvar viku á þriðjudögum og fimmtudögum í 2 vikur kl. 18:00 til 21:00 alls 4 skipti. 

Verð kr. 22.000

• Hópavinna

Hópavinna fyrir aðstandendur vímuefnasjúkra 6-8 einstaklingar, mánudaga og miðvikudaga í 5 vikur kl. 18:00 – 20:00 alls 10 skipti. Verð kr. 18.000 fyrir hvern einstakling. 

Einstaklings- og fjölskyldunámskeið

Námskeið/einstaklings- og fjölskylduráðgjöf

Námskeið

bottom of page