top of page

Forvarnarfræðsla Lifandi ráðgjafar ehf. 

Forvarnarfræðsla

Teningurinn/forvarnarfræðsla fyrir grunn- og framhaldsskóla

Forvarnarfræðsla Lifandi Ráðgjafar hefur hlotið nafnið Teningurinn og vísar til þess að hver bekkjarárgangur í grunnskólunum og framhaldsskólunum sem er í fræðslunni hefur sína tölu á teningnum. Ásinn er 8. bekkur, Tvisturinn er 9. bekkur og Þristurinn er 10. bekkur grunnskóla. Fjarkinn og Fimmann er námsefni í forvarnarfræðslu 1. og 2. árs í framhaldsskólum.

Forvarnarfræðsla Lifandi Ráðgjafar skiptist í þrjú þrep:

1. Fyrsta stigs eða undirstöðu forvarnir eru fyrir unglinga á aldrinum 13 til 14 ára sem ekki eru farnir að drekka eða prófa vímuefni. Áhersla í undirstöðu forvörnum fyrir unglinga er að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þeirra sem skilar sér aftur í aukinni samskiptahæfni og betri lífsgæðum.

2. Annars stigs forvarnir eru fyrir unglinga á aldrinum 15 til 18 ára sem byrjaðir eru að drekka eða hugsa um drykkju og önnur vímuefni. Áherslan er lögð á sjálfseflingu, samskipti og aukin lífsgæði. Fjallað er um áfengi- og vímuefni og afleiðingar neyslu. Markmiðið er að nemendur þekki sjúkdómin alkóhólisma og hvernig neyslan kemur niður á einstaklingnum andlega, líkamlega og félagslega.

3. Þriðja stigs forvarnir eru fyrir unglinga 13 til 18 ára sem eru í neyslu, annað hvort við það að missa stjórn á henni eða þegar búnir að missa stjórn á neyslunni og farnir að upplifa fíkn og fráhvarfseinkenni. Kennarar, námsráðgjafar og félagsráðgjafar geta vísað nemendum sem eru í neyslu eða áhættuhóp í þessa fræðslu. Fjallað er um sjálfseflingu, styrkleika og samskipti. Markmiðið er að nemendur þekki sjúkdómin alkóhólisma og þróun hans sem og hvernig neysla kemur niður á einstaklingnum andlega, líkamlega og félagslega. Unnið er með nemendur í hóp og einkaviðtölum til samstarfs um breytta hegðun eða þeim beint inn í viðeigandi úrræði s.s. meðferð eða aðra heilbrigðisþjónustu.

Fræðsla fyrir foreldra. Fræðslan miðar að því að þátttakendur verði hæfir til að greina helstu einkenni vímuefnaneyslu og fallað er um sjálfseflingu og samskipti. Farið er yfir áhættuþætti og kynnt þjónusta sem stendur foreldrum til boða hjá sveitarfélögum og heilbrigðiskerfinu. Fyrirlestrar og umræðutími, alls þrjár klukkustundir.

Almenn fræðsla fyrir unglinga. Fræðslan miðar að því að unglingar verði upplýstir um áhrif og afleiðingar vímuefnaneyslu. Fræðslan er tvískipt, fyrir 8. og 9. bekk saman og 10. bekk sér. Fræðsla og umræður á skólatíma, þrjú skipti á skólaárinu.

Fræðsla fyrir áhættuhópa. Fræðsla og verkefnavinna með unglingum sem taldir eru í áhættu. Unnið er með sjálfsstyrkingu og gildismat unglinganna. Forvarnarfulltrúi, kennarar og námsráðgjafi geta sent unglinga í hópinn. Hópnum fylgt eftir í þrjá mánuði.

Fræðsla fyrir foreldra. Fræðslan miðar að því að þátttakendur verði hæfir til að greina helstu einkenni vímuefnaneyslu. Farið verður yfir áhættuþætti og kynnt þjónusta sem stendur foreldrum til boða hjá sveitarfélögum og heilbrigðiskerfinu. Fyrirlestrar og umræðutími, alls þrjár klukkustundir. 

Fræðsla fyrir starfsmenn skóla og íþróttamannvirkja. Fræðslan miðar að því að þátttakendur verði hæfir til að greina helstu einkenni vímuefnaneyslu og beita viðeigandi inngripi.

Fræðsla um notkun skimunarprófa. Áreiðanleiki, siðferðileg álitamál og annað sem hafa ber í huga varðandi vímuefnaleit í þvagi með skimunarprófum. Fræðslan hentar foreldrum og starfsfólki skóla. 

bottom of page