top of page

Námskeið fyrir fagfólk

Námskeið

Vímuefnaneysla barna og ungmenna  - áhættuþættir  – forvarnir – fjölskylduvinna

 

Námskeiðslýsing:

 

Fjallað verður um helstu áhættuþætti fyrir börn og ungmenni sem leiðast út í vímuefnaneyslu, frá fikti til fíknar. Jafnframt verður fjallað um hver áhrif vímuefnaneyslu einstaklings í fjölskyldum getur haft á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi.  Fjallað verður um þann veigamikla þátt í vinnu fagaðilans um hvernig efla megi seiglu barns og fjölskyldu/na þeirra og taka jafnframt mið af þeirri staðreynd að stór hópur barna eiga foreldra á tveimur heimilum og stundum stjúpforeldra á þeim báðum.

Á námskeiðinu er bæði stuðst við klíníska reynslu, kenningar og rannsóknir.

 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa hjá Stjúptengslum og aðjúnkt við HÍ. Leiðbeinendur: Jóna Margrét Ólafsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir

Nánari upplýsingar um námskeið

Tengsl heimilisofbeldis og áfengis- og vímuefnasýki – viðbrögð og vinnulag.

 

Námskeiðslýsing:

 

Fjallað verður um birtingamyndir ofbeldis í íslensku samfélagi. Velt upp spurningunni um af hverju eigi að spyrja um ofbeldi í skjólstæðinga vinnu.

Fjallað er um áfengis- og vímuefnasýki – einkenni og þróun sjúkdómsins. 

Fjallað um helstu einkenni sem hægt er að íhlutast í hjá einstaklingum sem búa við áfengis- og vímuefnasýki og heimilisofbeldi.  

Fjallað um söfnun gagna, nálgun í málum, viðtalstækni og hvernig best er að setja mál í farveg og gildi handleiðslu fyrir fagaðila.

 

Námskeiðið er haldið á vegum Lifandi Ráðgjafar. Leiðbeinandi: Jóna Margrét Ólafsdóttir

bottom of page