Námskeið
Meðvirkni og sjálfsefling
Námskeið:
Sjálfsefling, samskipti og lífsstíll. 16 kest.
Námsmarkmið:
Staðsetning: Hamraborg 20a, 200 Kópavogi.
Alls fjögur skipti. 3 klst. í senn.
Námsmarkmið:
Að námsmenn:
1. Efli félagslega og persónulega færni.
2. Efli sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd og leiðir til þess að virkja þessa þætti.
3. Þekki samhengið á milli sjálfstrausts og samskipta.
4. Þekki mikilvægi góðra samskipta fyrir vellíðan einstaklingsins og árangur í leik og starfi.
Innihald námskeiðs. Fjallað er um eftirfarandi atriði.
1. Fjallað er um hugtökin sjálfstraust, sjálfsvirðing og sjálfsmynd.
2. Fjallað er um þætti sem eiga við skort á sjálfstrausti og ávinnings þess að vera með gott sjálfstraust.
3. Fjallað er um atriði sem geta ógnað sjálfstrausti og hvernig hægt er að vinna gegn því.
4. Fjallað er um hvernig hægt er að nýta styrkleika einstaklingsins og vinna með veikleika.
5. Fjallað er um jákvæð og neikvæð samskipti og áhrif þess á árangur í leik og starfi.
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, verkefnavinna (klípusögur) og umræður.
Lágmarksfjöldi 8 þátttakendur og hámarksfjöldi 12 þátttakendur.
Námskeiðsgjald fyrir hvern einstakling kr. 22.000.