Vímuefnaneysla barna og ungmenna - áhættuþættir – forvarnir – fjölskylduvinna
Námskeið fyrir fagfólk
Námskeiðslýsing:
Fjallað verður um helstu áhættuþætti fyrir börn og ungmenni sem leiðast út í vímuefnaneyslu, frá fikti til fíknar. Jafnframt verður fjallað um hver áhrif vímuefnaneyslu einstaklings í fjölskyldum getur haft á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi. Fjallað verður um þann veigamikla þátt í vinnu fagaðilans um hvernig efla megi seiglu barns og fjölskyldu/na þeirra og taka jafnframt mið af þeirri staðreynd að stór hópur barna eiga foreldra á tveimur heimilum og stundum stjúpforeldra á þeim báðum.
Á námskeiðinu er bæði stuðst við klíníska reynslu, kenningar og rannsóknir.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa hjá Stjúptengslum og aðjúnkt við HÍ. Leiðbeinendur: Jóna Margrét Ólafsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir
Á námskeiðinu er stuðst við klíníska reynslu, kenningar og rannsóknir.
Markmið að fagfólk:
Hafi meiri þekkingu á þeim breytingum sem geta orðið í fjölskyldum þegar barn/ungmenni er vímuefnasjúkt
Þekki betur hvað vert er að hafa í huga þegar unnið er með börn og ungmenni í stjúptengslum.
Geti leiðbeint og brugðist við á uppbyggilegan máta einstaklingum og fjölskyldum í vanda vegna vímuefnaneyslu barns/ungmennis.
Hafi aukna þekkingu til þess að vinna með barni og/eða ungmenni sem farin er að neyta vímuefna.
Hafi meiri þekkingu á forvörnum á sviði vímuefnamála.
Námsmarkmið er að fagfólk hafi öðlast þekkingu:
Til þess að greina almenn einkenni hjá einstaklingum sem farnir eru að neyta vímuefna.
Til þess að veita foreldrum/stjúpforeldrum sem búa við vímuefnaneyslu barns/ungmennis viðeigandi stuðning og ráðgjöf um leiðir í átt að fjölskylduheilbrigði.
Á algengum afneitunar - og varnarháttum einstaklinga sem búa við vímuefnaneyslu barns/ungmennis.
Stjúptengslum og hvernig megi efla bakland barna og ungmennaÁ aðferðum til að fá einstaklinga til samvinnu.
Á leiðum til þess að setja erfið mál í farveg án þess að taka erfiðleika annarra inn á sig og gildi handleiðslu.
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, umræður, klípusögur og verkefnavinna.
Kennarar:
Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA og aðjunkt við Háskóla Íslands. Jóna Margrét hefur sérhæft sig um áfengis- og vímuefnamál og áhrif vímuefnaneyslu einstaklings í fjölskyldum á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi. Hún stofnaði Lifandi ráðgjöf ehf. árið 2007, ráðgjafar og fræðslusetur um áfengis- og vímuefnamál fyrir einstaklinga, fjölskyldur, stofnanir og fyrirtæki www.lifandiradgjof.is. Doktorsrannsókn Jónu er um áhrif vímuefnasýki einstaklings í fjölskyldum á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi.
Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi MA. Valgerður er menntaður félagsráðgjafi, MA, og hefur auk þess lokið kennslu- og uppeldisfræði til starfsréttinda og BA prófi í stjórnmálafræði. Valgerður er eigandi Vensl og stofnandi og ritstjóri www.stjuptengsl.is. Hún er jafnframt aðjúnkt við HÍ og hefur kennt m.a. námskeiðið „Stjúptengsl: skilnaðir og endurgerð fjölskyldusamskipta". Valgerður er höfundur bókarinnar „Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl" sem komu út hjá Forlaginu 2012.
Verð 28.000 kr.
Greiða þarf staðfestingargjald 4500 kr. við skráningu á reikn 0111-26-460611 kt. 460611-1130 sem ekki er endurgreitt nema námskeið falli niður. Greiði stofnun fyrir viðkomandi þarf ekki að greiða staðfestingargjald.